top of page

 

Útskriftarsýningin

Ráðstefnuverkefni

 

Ráðsefnuverkefnið er án efa stærsta verkefni annarinnar. Verkefnið snýst um að búa til ímynduð samtök sem halda ráðstefnu um jafnréttismál í Hörpu. Samtökin þurfa nafn, stefnumál, áherslur og kennimerki. Auk þess þurftum við að hanna öll gögn í kringum ráðstefnuna þ.e. auglýsingar, dreifibréf, barmmerki, tvo aukahluti, dagskrá, möppu, umbúðir, matseðil og app.

gardur-01.png

Undirbúningsvinna

 

Hvernig mismunun verður hópurinn fyrir og í hverju felast forréttindi hans?
Eftir að hafa lesið í gegnum verkefnið fór ég að skoða svona næst mér, hvað ég hefði í raun sýnt mestan áhuga á og þótti þetta spennandi að fjalla kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna. Samkvæmt Stjórnarráði Íslands er það einn af hornsteinum þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar Íslands enda grundvallarmannréttindi og forsendur framfara og þróunar.

 

Mikið hefur verið fjallað um forréttindi karla sem hafa mikil áhrif á jafnrétti kynjanna, þar hallar á konur upp á síðkastið og femínista sem er bein tenging við forréttindi karla.
 

Hver stendur fyrir ráðstefnunni (ímynduð félagssamtök)?
Samtök um kynjajaréttindi, einhverskonar regnhlífarsamtök fyrir kynjajafnrétti, sem gæti verið með samvinnu eða utanumhald fyrir hin samtökin, eins og Samtökin 78, femínista svo eitthvað sé nefnt.  

 

Nafn samtakanna:
Einurð - samtök um kynjajafnrétti.

Einkunnarorð - dirfska, hugrekki, áræði, þor, kjarkur.

Hér getur þú séð Ráðstefnuverkefnið í heil sinni

Ef þú hefur áhuga á að skoða ýtarlegri upplýsingar um Ráðstefnuverkefnið mitt og/eða skyggnast á bak við tjöldin þá mæli ég með að skoða þetta kynninguna mína hér að neðan.

  • Facebook Clean
bottom of page